fimmtudagur, 6. febrúar 2014

Uppáhalds vörumerkin mín

Uppáhalds fatamerkin mín eru uppáhalds vegna þess að mér finnst þau töff, þau eru á viðráðanlegu verði og tvö þeirra kemst ég sjaldan í.
Mér finnst óþarfi að taka sérstaklega fram að ég elska íslenska hönnun og reyni að versla eina og eina flík þegar ég hef efni á því. Það er þó ekki svo að það sé einkennandi fyrir minn fataskáp ennþá... þó vonandi verði það þannig einhverntíma.

Hér heima kíki ég oft í Vero Moda og Vila, vörurnar sem ég laðast mest að þar inni eru OBJECT vörurnar. Þær vörur sem ég hef látið eftir mér að kaupa frá þeim hafa yfirleitt átt langt líf í fataskápnum mínum.











Í Danmörku er það síðan Gina Tricot sem fær mestan pening frá mér í árlegum ferðum mínum þangað. Ég verð samt að viðurkenna að mér hefur oft fundist línurnar þeirra meira spennandi en akkúrat núna.







Forever 21 eru síðan alveg klikkaðar verslanir. Þar er svo rosalega mikið af fötum og mér líkar ekki við nema mögulega 1/6 þar inni. Það sem mér líkar við nær mér hins vegar algjörlega. Í haust keypti ég 70% af öllum fötunum sem ég verslaði í Bandaríkjunum einmitt þar. Alltaf eitthvað skemmtilegt að finna þar.










Það er skemmst frá því að segja að löngun mín í ný föt hefur virkilega aukist við þessa færslu. Best að fara þá bara að sofa áður en maður framkvæmir einhverja vitleysu á internetinu.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli