sunnudagur, 24. júní 2012

Loforð um betrumbætur

Vá.... trúi því varla að það sé að verða mánuður síðan ég bloggaði síðast. Tíminn líður alltof hratt. Ég var í vikuferðalagi í Danmörku, kom heim á fimmtudaginn, en mér finnst ég hafa komið þeirri ferð svo ansi vel frá mér í statusum og myndum á Facebook að ég hugsa að ég muni ekki nenna að blogga um það líka.

Ég lofa hins vegar bloggi í vikunni sem verður reyndar með ansi þéttri dagskrá þar sem á laugardaginn næsta er uppskeruhátíð Pole Sport í Skipholtinu og æfingar fyrir það verða nokkrar í vikunni. Svo er brennómót Arion banka á þriðjudaginn þar sem ég ætla mér að sjálfsögðu stóra hluti og svo voru tvær góðar vinkonur að útskrifast með mastergráðu en því skal fagna á þriðjudagskvöld. Ég sé ekki fram á að geta horft á blessaðan fyrsta þáttinn af Pretty little liars sem ég náði í í upphafi þessa mánaðar fyrr en í haust bara.

Á sunnudaginn eftir viku ætla ég síðan að standa aftur í Kolaportinu og selja alla þá hluti sem Sindra fannst við ekki þurfa að eiga lengur...

Þið sem bíðið óþolinmóð eftir bloggi og langar að lesa eitthvað sérstaklega eftir mig... þá bendi ég hér með á gestafærslu sem ég skrifaði á matviss.com og hvet ykkur til að drepa tímann með að útbúa þetta gómsæta humarsalat. http://matviss.com/2012/06/13/humarsalat-og-hvitlauksbraud/

Þangað til næst.... stöndum saman og hjálpum þeim sem hafa brauðfætur... eða sofna hér og þar :)