sunnudagur, 2. september 2012

5 afmælisóskir...

Barnið í okkur kemur fram við ólík tilefni. Ég er ein af þeim sem hlakkar enn óstjórnlega til þess að eiga afmæli, jafnvel þó ég viti jafnvel að dagurinn muni ekki vera svo frábrugðinn öðrum dögum. Spennan í ár er enn meiri en venjulega þar sem afmælisdagurinn er á laugardegi.
Mig langaði því að því tilefni að setja fram 5 afmælisóskir, þó ég viti vissulega að ég sé að verða 26 ára og eigi því ekki von á pakkaflóði eins og þegar ég var barn. Það er nauðsynlegt að leyfa sér að dreyma endrum og sinnum :)
Óskirnar eru ekki settar fram í röð eftir því hversu mikilvægar þær eru mér.

1. Háhælaðir strigaskór.
 Ég er búin að slefa yfir þessari hugmynd síðan í vor en hef enn ekki tímt að fjárfesta í þeim og ekki fóru þeir á útsölu núna í haust.
asos.com

skor.is

2. Upplifun
Ég hef alltaf verið mjög hrifin af því að gefa "upplifun" í gjafir. Oft er um að ræða skemmtun eða afþreyingu sem maður leyfir sér ekki sjálfur þó mann langi það. Sem dæmi um þetta er ég til dæmis að fara á tónleikana hennar Andreu Gylfa í Hörpu á afmælisdaginn sjálfan í boði Sindra :)

oskaskrin.is - algjör snilld þegar gefa á upplifun að gjöf


Leikhúsmiðar hitta alltaf í mark - hjá mér allavega :)

Að fá dekur að gjöf er yndislegt... og oft hefur maður meira gott af því en mann hefði órað fyrir

 Bíkort fyrir viðskiptavini NOVA er snilldargjöf - og er í raun góð búbót fyrir bíósjúklinga.

3. Skór, meiri skó, meiri skó
Þessir eru líka einstaklega fallegir og fást í Maníu

4. MATUR ! :)
Eftir að ég kynntist Sindra hefur sælkerinn í mér náð nýjum hæðum. Ég elska að prófa ný veitingahús eða smakka nýjan mat hér heima sem ég hef aldrei smakkað áður. Eins fannst mér geðveikt að upplifa allan nýja varninginn sem ég kynntist í Danmörku í sumar, allt frá kirsuberjaafurðum í lakkríssúkkulaði sem var sjúkt. Á afmælisdaginn minn, fyrir tónleika, fæ ég að velja hvað verður í matinn... og Sindri ætlar að elda það handa mér. Heimagert gúmmelaði í gjafakörfu er frábær gjöf!... en líka keypt gúmmelaði :)

Gjafakarfa - matur og vín

Gjafakort á einhvern góðan, sérstakan stað... og muna að þeir fínustu eru ekki alltaf bestir

Ég elska sushi - og var að missa af þessu tilboði á Hópkaup.. en þar er fínt að versla jólagjafirnar :)

5. Nýja skvísulega leðurhanska með fóðri.







Nú er bara að bíða eftir afmæliskökunni með kertinu svo maður geti lokað augunum og óskað sér :)