miðvikudagur, 25. apríl 2012

Svo utan við mig, einmana og austfirskur...

Við skötuhjúin skelltum okkur austur á land síðastliðinn fimmtudag með það eitt að markmiði að gera sem minnst. Það gekk svona ansi vel, fyrir utan kannski hvað við stóðum okkur vel í átinu enda alls staðar tekið svo ansi vel á móti okkur. Ætla að leyfa að fljóta með hér nokkrar myndir sem ég tók í ferðinni.
Flugbúnaður Sindra

Flugbúnaður Sillu

Þessi elska eldaði handa okkur á fimmtudagskvöldinu, ofnsteiktan kjúkling og rótargrænmeti.

Hammond-hátíð á Djúpavogi, afmælistónleikar Björgvins Gíslasonar. Fáránlega gaman,

Kaffi á Fljótsbakka. Mishressir félagar :)

Skírnir Garpur vinur minn

Hinu megin við borðið mátti finna þessar...

Sólveig Björg pæja með veskið mitt í láni


Það gladdi mig lítið að stíga upp í vélina aftur á sunnudeginum. Ótrúlega mikil gersemi sem maður á orðið út um allan heim. Næsta stoppistöð til að hitta fleira uppáhalds fólk verður líklega Danmörk í júní.

miðvikudagur, 18. apríl 2012

Fjalakötturinn...

1. Ein speglamynd af dressinu mínu

2. og 3. Kronkron skórnir sem ég fékk í afmælisgjöf frá Sindra.

4. Komin heim og búin að rífa úr mér teygjuna og stíga villtan dans.


Við Sindri skelltum okkur á Fjalaköttinn með 2 fyrir 1 einkaklúbbsmiða í kvöld. Um að gera að nýta þessa miða á seinasta snúning þar sem þeir renna út í lok maí. Fengum okkur bæði voða góða löngu og létum einn rétt duga í þetta sinn :)


Hvet alla sem eiga svona einkaklúbbskort til að nýta þessa miða... algjör snilld til að brjóta upp hversdagsleikann og gera vel við sig fyrir helmingi lægri upphæð.


Published with Blogger-droid v2.0.4

sunnudagur, 15. apríl 2012

símablogg :)

Sushi og kokteilar í gærkvöldi... yummy :)


Published with Blogger-droid v2.0.4

Á morgun segir sá.... hressi

Ég áttaði mig á því í vikunni að 1/4 ársins 2012 er nú þegar liðinn. Þetta gerði mig frekar undrandi þar sem ég er búin að vera á leiðinni að gera upp árið 2011 á þessu bloggi síðan ég skilaði meistararitgerðinni minni þann 13. janúar. Satt best að segja hafa dagarnir síðan verið dálítið lágstemmdir þar sem orkubankinn var sennilega vel tæmdur rétt fyrir skilin.
Ég hef því ákveðið að byrja þetta ár 2012, í dag. Ekki er seinna vænna.
Árið 2011 setti ég mér 4 markmið, 2 þeirra héldu athygli minni allt árið; eitthvað nýtt í hverri viku og baráttan við extra special kílóin mín.
Ég byrjaði árið 71,6 kg og ætlaði mér að missa 10 kg. yfir árið. Það gekk ekki eftir, léttust varð ég 66,6 kg en endaði árið eftir nokkur ritgerðarsúkkulaðistykki í 67,4 kg. Það eru því 4,2 kg.... sem eru ekki 10 kg.

Hvað varðar eitthvað nýtt í hverri viku hef ég ákveðið að setja það hér viku fyrir viku. Allt í allt vantaði 6 vikur uppá að þetta tækist, en ég hef fyrirgefið mér síðustu 4 vikurnar fyrir jól sökum gífurlegs ritgerðarálags.

1. vika: Naglalakkaði mig blindandi
2. vika: Fór á fyrirlestur um hráfæði hjá Kate Magic
3. vika: Fór á mæðgnadeit við aðrar mæðgur í fyrsta skipti. Ég og mamma skelltum okkur í leikhús ásamt Jóu og Aldísi.
4. vika Smakkaði súrt hvalrengi.... man ennþá hvað það var lítið fyrir minn smekk.
5. vika: Uppistand í Tjarnarbíó
6. vika: Bingó í Vinabæ... 37.500 kr.- tjitjing...
7. vika: Var í Danmörku og prófaði margt nýtt, fór t.d. í fyrsta sinn í fótsnyrtingu og smakkaði í fyrsta sinn Chai Latte sem ég hef elskað síðan.
8. vika: Hot Yoga í fyrsta sinn
9. vika: Fékk mér að borða á Ginger í fyrsta sinn og var áhorfandi í sal við tökur á þættinum Ha?
10. vika: Sjávarréttamatseðill á Tapasbarnum, heimatilbúin grænmetisbaka (sem heppnaðist ekki vel) og orange pizza (sem var spes)
11. vika: Prófaði að versla á Hópkaup í fyrsta skipti
12. vika: Flutti um vinnustað, þ.e. útibúið mitt sameinaðist tveimur öðrum útibúum.
13. vika: Söng með pabba á Hótel Örk í fyrsta sinn fyrir eldri borgara, fór á brunch á Hótel Sögu og sótti tónleika 3. árs leiklistarnema.
14. vika: Fór í fyrsta sinn á sýningu í Iðnó þar sem Karlotta var að syngja og fór einnig í fyrsta sinn í þjóðleikhúsið.
15. vika: Öryggisnámskeið á vegum bankans. Aldrei farið á svoleiðis áður.
16. vika: Svaf í fyrsta sinn hinu megin í rúminu miðað við venjulega, mjög spes! Sindri stofnaði aðgang á Facebook og því fékk ég einnig að verða trúlofuð honum þar í fyrsta sinn.
17. vika: Smakkaði tvo nýja smoothie sem ég fékk uppskrift af og fór að sjá Nei, ráðherra.
18. vika: Borðaði í fyrsta sinn á Hereford (ekki það síðasta þó), keypti mér stígvéli og fór á Body Paint sýningu á Nasa.
19. vika: Spilaði RISK í fyrsta skipti, borðaði á Madonnu og Pósthús bistro í fyrsta sinn, vann í happdrætti SSF og svo mætti kríli (Skírnir Garpur) í heiminn.
20. vika: Klipping hjá Hárlausnum í fyrsta sinn, dekur í Blue Lagoon spa og kom í fyrsta sinn í Hörpu.
21. vika: Tannlýsing
22. vika: Prófaði Freestyle Step í World Class með lítið glæsilegum árangri og keypti 2 kjóla.
23. vika: Fór á tónleika með Steelheart, tónleika með Eagles og keypti mér tekassa.
24. vika: Keypti mér reiðhjól fyrir happdrættisvinninginn
25. vika: Sýndi í fyrsta sinn Pole fitness, fékk heklaðan kamb og armband og verslaði í Kosti.
26. vika: Skrifaði í fyrsta sinn matardagbók fyrir annan en sjálfa mig, fékk nýtt ilmvatn og eignaðist fyrstu Kronkron skóna mína.
27. vika: Fékk í fyrsta sinn sumarfrí frá vinnu...
28. vika: Hélt í fyrsta sinn gæsunarfund og fór að sjá Hárið í Hörpu
29. vika: Klippti hár í fyrsta sinn, stjórnaði gæsun í fyrsta sinn ásamt því að kaupa tjald og úlpu.
30. vika: Borðaði  þriggja rétta á Hótel Örk.
31. vika: Fór í fyrsta sinn á súlu með gítar í hönd og fór á Rafmagnslaust á Norðurpólnum.
32. vika: Ekkert
33. vika: Fyrsta vinabrúðkaup sem ég fer í og fyrsta sinn veislustjóri.
34. vika: Borðaði í fyrsta sinn á Hananum, fór í Workshop í Pole fitness, smakkaði Curious cola og Root beer. Bjó einnig í fyrsta sinn til hindberjasultu með súkkulaði.
35. vika: Fyrsta sinn tónleikar í Eldborg (Mezzoforte), dúettakvöld Svavars Knúts og Kristjönu á Rósenberg, berjatýnslu og jurtatýnsluferð í Heiðmörk og lyklakippa sem ég fékk gefins "Little miss helpful".
36. vika: Zumba í fyrsta sinn og nýr örbylgjuofn.
37. vika: Fyrsta sinn í Spinning
38. vika: Fór með 2 gjafabréf í Kringluna og eyddi öll á þeim, afmælispeningar!
39. vika: Fór í fyrsta sinn á sýningu hjá Nemendaleikhúsinu.
40. vika: Fór í hálskirtlatöku
41. vika: Fyrsti starfsdagurinn minn hjá bankanum, fór að sjá Borgríki og í brunch í Turninum.
42. vika: Kjötsúpa með nautakjöti, permó, nýir sokkar og prjónaður hálshringur.
43. vika: Bjarkartónleikar í Hörpu (Silfurbergi)
44. vika: Pole myndataka, jólabjór og KEX hostel í fyrsta sinn.
45. vika: Var partur af mjög litlum kirkjukór sem samanstóð af fjölskyldumeðlimum (+ einn) í jarðaför Elsu ömmu minnar.
46. vika: Ekkert
47. vika: Jólahlaðborð á Hótel Sögu og ég kokkaði Vetrarsúpu í fyrsta sinn
48. vika: Fór í fyrsta sinn á brasilíska mynd í bíó og á Frostrósartónleika í Eldborg.
49. vika: Ekkert
50. vika: Ekkert
51. vika: Ekkert
52. vika: Ekkert.

Árið 2012 (sem hefst í dag) býður upp á nýjar áherslur og því hef ég sett niður ný áramótaheit. Að sjálfsögðu stefni ég á að halda áfram að bæta líkamlegt heilsufar mitt en einnig hef ég sett fókusinn á ritlist og sköpun.
Áramótaheitin 2012 eru því eftirfarandi:

  • Lesa allavega 5 bækur (hef lesið svona eina á ári fyrir utan skólabækur síðustu ár)
  • Semja 6 lög (hef samið 5 á 10 árum hingað til)
  • Yrkja 7 ljóð
  • Fækka kílóum um 8
Það er ekki seinna vænna en fara að byrja þetta þar sem einum fjórða ársins er víst lokið og ég rétt að rumska eftir að hafa lagt mig örlítið á vaktinni.

Gleðilegt nýtt ár öllsömul!