föstudagur, 21. febrúar 2014

Í snyrtitöskunni minni...

Ég er ein af þessum konum sem fann út hvernig mér líkaði best við sjálfa mig, keypti þær vörur sem á þurfti að halda í snyrtitöskunni og hef nánast ekki breytt til síðan.

Það sem breytist frá því yfir hábjartan daginn þangað til ég fer á djammið er mögulega að augnblýanturinn fer úr brúnu yfir í svart, og varirnar fá oftar varalit á kvöldin heldur en daginn.
Stöku sinnum dríf ég mig í að setja einhverjar skyggingar á augnlokin, en það heyrir til undantekninga.
Á sérstökum tillidögum (lesist áramót og Eurovision) set ég yfirleitt glimmer á augnlokin.

Veit þetta kemur kannski á óvart, en á sumum sviðum get ég verið ákaflega einföld.


2x svartur blautur eyeliner (sem ég nota nánast aldrei)
Glimmer maskari og blautur eyeliner
Plokkari
Baugahyljari
Varablýantur
Naglaklippur
4x augnblýantur. 2 brúnir, grænn og svartur 
3 x burstar
Yddari
Augnhárabrettir
Sólarpúður
Meik
Bóluhyljari
Augnskuggastifti
Maskari

Svona er ég ready í allt!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli