mánudagur, 10. febrúar 2014

Bleika handtaskan

Konur geyma svo margt í handtöskunum sínum að það jaðrar við að vera fáránlegt. Eftir því sem maður á stærri tösku, þeim mun meira drasl telur maður sig þurfa að hafa meðferðis.
Ég á eina í stærri kantinum sem ég er með nánast á hverjum degi og treð tölvunni í hana á leiðinni heim, allavega þangað til ég kaupa mér eitthvað fínt utan um hana.

Þetta er taskan mín...


Og hér er það sem í henni finnst:


Peningaveski sem er raunverulega ekki í notkun undir peninga - heldur allskonar svona kort sem maður notar ekki dagsdaglega. Það er líka til taks ef ég eignast óvart pening eða klink.


Prjónavettlingar sem mamma prjónaði, það er reyndar alltaf gott að hafa þá ef manni yrði kalt.


Grip fyrir súluna. Ætti raunar að vera í íþróttatöskunni eða bara í bílnum. Ég tek þessa tösku allavega mjög sjaldan með mér á æfingu.


Þessi á rétt á sér í töskunni, en tekur hins vegar gífurlega lítið pláss miðað við stærð töskunnar.


Minnisbók sem ég man aldrei eftir.


Handáburður sem ég nota aldrei. Okey, aldrei eru ýkjur... svona þriðja hvern mánuð.


Plastpoki sem ég vissi ekki að væri þarna fyrr en ég fór að gramsa í töskunni fyrir þetta blogg.


Hengilásinn sem ég nota í World Class, ætti líka að vera í íþróttatöskunni minni. Hefur verið þarna síðan á bóndadaginn þegar við skruppum í Laugar Spa.

Penni - kemur sér stundum mjög vel.

Varasalvi sem ég nota aldrei. 

Millistykkið fyrir tölvuna mína. Það á nú vel heima þarna, gott að vita að það sé alltaf til taks. Verra þegar ég gleymi samt sjálfu hleðslutækinu í vinnunni.

Ein króna - sem ég vissi ekki af! Alltaf að græða. Og af hverju er hún þá ekki í veskinu?

Niðurstaða - pennann, krónuna, millistykkið og varalitinn væri sennilega hægt að koma fyrir í kápuvasanum mínum.

En þessi taska er aaaaalveg ómissandi samt!




Engin ummæli:

Skrifa ummæli