miðvikudagur, 12. febrúar 2014

Don´t dream it, be it...

Þegar ég valdi nafn á bloggið mitt vildi ég að það gæti náð yfir öll mín skrif, segði eitthvað um mig og hefði þýðingu.

Don´t dream it, be it gæti vel átt við blogg um lífið sjálft og í heildina hvernig maður þroskast í áttina að því sem maður vill vera. 

Don´t dream it, be it er líka setning úr uppáhalds söngleiknum mínum, The Rocky Horror Picture Show, sem ég sá m.a. 4 sinnum í uppsetningu Menntaskólans á Egilsstöðum. 

Don't dream it, be it er líka kvót og ég er algjör sökker í kvót. Áður átti ég blogg með nafnið "And those dreams that you dare to dream really do come true" sem er textabrot úr laginu "Over the Rainbow" úr galdrakarlinum í Oz. 

Kvót sem snúa að draumum manns í lífinu hafa alltaf höfðað mikið til mín og ég á auðvelt með að láta þau hafa áhrif á mér. Það sem hins vegar gerir það að verkum að "Don't dream it, be it" höfðar svo vel til mín er hvar valdið liggur. Í mörgum kvótum er talað um að ef maður óski sér nógu mikið verði draumur manns að veruleika, í öðrum þá á maður ekki að gefa upp vonina því mögulega detti draumurinn upp í hendurnar á manni einn daginn. "Don't dream it, be it" setur alla ábyrgðina yfir á þann sem á lífið. Í mínum huga hefur þetta hvetjandi merkingu, segir mér að í stað þess að eyða tímanum í dagdrauma skuli ég eyða honum í eitthvað sem kemur mér í átt að þeim.

Þegar ég stofnaði þetta blogg var það aðallega til að blogga um áskoranir, áramótaheit og framfarir. Það hefur hins vegar einnig rúmast pláss á því fyrir afturför, brostnar vonir og mistök.
Eitt af því sem ég vil vera er heiðarleg, svo allir þessir þættir eiga vel heima á bloggi nefndu "Don't dream it, be it".


Engin ummæli:

Skrifa ummæli