laugardagur, 8. febrúar 2014

10 möguleg matarboð

Ef ég mætti sitja 10 mismunandi matarboð með 10 mismunandi manneskjum, lifandi eða dánum, þá yrðu það eftirfarandi. Ég svindlaði reyndar aðeins með því að nefna tvo hópa en reglur eru bara til að sveigja þær aðeins. Meðfylgjandi er þriggja rétta matseðill fyrir hvert matarboð.






Amma í Sæbergi (best væri náttúrulega að hafa afa með líka)

Forréttur: Sumarkaka
Aðalréttur: Fiskibollur
Eftirréttur: Marengskaka

Það var oft erfitt að gera sér grein fyrir því um hvaða máltíð var að ræða í Sæbergi þar sem maður var rétt lagstur upp í sófa að leggja sig eftir kaffi þegar það var kominn kvöldmatur. Það útskýrir kannski forréttinn örlítið.




Pabbi

Forréttur: Síld. Hún er góð. 
Aðalréttur: Bleikar bollur eða kjöt í karrý
Eftirréttur: Ávextir, rjómi og súkkulaðispænir





Bifrastarhópurinn 

Forréttur: Súkkulaðirúsínur, hægt að narta í til að hita upp magann á meðan það er eldað
Aðalréttur: Kjúklinganúðlur
Eftirréttur: Frönsk súkkulaðikaka með pippkremi





Fellabeibsurnar

Forréttur: Brauðstangir úr söluskálanum
Aðalréttur: Vetrarsúpan hennar Katrínar
Eftirréttur: Skyrkakan sem Agla bjó til en var full af súkkulaði

Eftirpartýréttur: Samloka í samlokugrilli heima hjá Grétu og Fúsa. Ostar heiman frá mér.




Nigella

Hún mætti bara sjá um að elda og koma mér á óvart. Ég myndi alveg treysta henni til þess :)




Aldís

Forréttur: Mojito. Er það ekki réttur? Humar myndi líka hitta í mark.
Aðalréttur: Lamb úr Brekkubæ eða heilsteiktur kjúklingur ef hitt er ekki í boði.
Eftirréttur: Nóg af nammi og snakki myndi sennilega ganga best hér bara. Röndótti ísinn í Danmörku var líka ágætur. 




Jay Cutler
Maðurinn borðar 10 máltíðir á dag og ein máltíð getur stundum náð yfir dagskammtinn sem ég þarf að hitaeiningum svo þetta ætti að verða mjög fróðlegur kvöldmatur. Væri gaman að sjá hversu langan tíma það tæki mig að æla. Ég færi allavega ekki í kappát við þennan gæja.

Forréttur: Sushi (las á mörgum stöðum að honum þætti það gott)
Aðalréttur: T.d. 285 g kjúklingur og 840 g hrísgrjón
Eftirréttur: Próteinduft? Eggjahvítur? allskonar?




Sigga 
Það er alltaf gott að fara í mat til hennar Siggu tengdamömmu minnar. 

Forréttur: Humar með kús kús og salati
Aðalréttur: Kalkúnn með geggjað góðu fyllingunni
Eftirréttur: Toblerone eða rommkúluís




Margrét Dögg
Oh, við Margrét áttum svo margar góðar máltíðir saman. 

Forréttur: Hálf beygla með túnfisksalati
Aðalréttur: Kjötbúðingur eða fiskbúðingur með tómatsósu
Eftirréttur: Smákaka af Subway





Sindri
Ég elska svo margt sem Sindri eldar, það kemur eiginlega aldrei fyrir að mér finnist maturinn hans ekki góður. Reyndar finnst mér eitt af því skemmtilega við hans matargerð að hann man ekkert endilega hvað hann gerði síðast... svo hann prófar oft eitthvað nýtt. Hann þarf engar uppskriftir frekar en hann vill og veit upp á hár hvernig á að bjarga hlutunum þegar mér finnst ég vera að klúðra þeim.
Ég ætla að setja upp 2 matseðla, annarsvegar það sem ég myndi elda fyrir hann - og hins vegar það sem ég myndi vilja að hann myndi elda.

Ég myndi elda fyrir hann (að því gefnu að ég væri nógu fær til þess):

Forréttur: Bláskel í bjórsoði
Aðalréttur: Nautasteik, og velja svo gott kjöt að það þyrfti ekki sósu með. Mögulega bara viskíglas til hliðar. Ég myndi hafa til hliðar fyrir hann kartöflubáta til að narta í.
Eftirréttur: Fullkomin frönsk súkkulaðikaka með ferskum berjum og rjóma.

Óskalistinn minn frá honum:

Forréttur: Avacado, jarðaberja salat eða humar
Aðalréttur: Heilsteiktur kjúklingur eða svínarif með tilbúinni BBQ sósu sem hann gerir fáránlega vel.
Eftirréttur: Smores kaka. Ég elska hana. 


Gott ég var allavega södd að skrifa þetta blogg.... nýkomin heim af deiti þar sem ég borðaði yfir mig á sjávarréttahlaðborði í boði Sindra.

Góða helgi!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli