miðvikudagur, 19. febrúar 2014

Síðasta máltíðin

Næsta áskorun situr svo í mér að ég hef ekki bloggað í 5 daga. Spurningin er, ef þú gætir valið síðustu máltíðina þína á lífi, hver yrði hún?

Í fimm daga hef ég öðru hvoru velt þessari spurningu og held alltaf að ég sé með svarið við henni á hverjum degi. Daginn eftir er ég aldrei sammála niðurstöðunni sem ég hef komist að daginn áður.
Löngunin fer eftir skapi, aðstæðum, hvað ég borðaði síðast og hvaða tími dagsins er.

Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að ef ég get ekki fengið allt sem mér finnst gott í síðustu máltíðinni minni þá væri alveg eins gott að prófa eitthvað nýtt í síðasta sinn. Allavega í forrétt. Líklega líka í aðalrétt. Eftirrétturinn mætti hins vegar vera úr súkkulaði og með ís til hliðar. Það toppar ekkert góðan ís og góða franska súkkulaðiköku.

Einnig hefur mig alltaf langað til að halda "öfugt matarboð", þar sem eftirrétturinn er borðaður fyrstur og forrétturinn síðastur. Ef ég verð ekki búin að framkvæma þá hugmynd þegar kemur að síðustu máltíðinni minni væri ég mjög til í að fá allt í öfugri röð. Það er bara eitthvað svo skemmtilegt við það!

Ég ætla að slíta þessari færslu til að smakka alveg nýjan rétt frá Sindra. Korter í æfingu. Ekki góð hugmynd kannski - en maður verður að nærast.

2 ummæli:

  1. Ég held að ég myndi vilja súkkulaði í alla þrjá réttina, og sama í hvaða röð þeir kæmu ;)

    Kv. Margrét

    SvaraEyða
    Svör
    1. Já.... mér dettur ekki í hug að efast um það. Þú ert pro. :)

      Eyða