miðvikudagur, 5. febrúar 2014

Draumahúsið

Ég er meyja. Ég er gagnrýnin og smámunasöm stundum, ásamt mörgum öðrum kostum sem margir skynja sem galla. Vegna þessa (held ég fram) og þeirrar staðreyndar að snemma masteraði ég væntingastjórnun innra með mér, er ég lítið fyrir að byggja skýjaborgir. Ekki vegna þess að það sé ekki spennandi eða mig langi ekkert í lífinu, ég bara vil ekki verða fyrir vonbrigðum. Þar gæti líka verið komin ágætis skýring á því hvers vegna ég er sífellt að eiga við erfiðleika með að standast eigin markmið.
Kann að hljóma undarlega og gæti litið út fyrir að ég setji draumum mínum hömlur. Það er þó ekki þannig varðandi suma hluti, ég eyði bara ekki tíma í að dreyma um það sem skiptir mig minna máli en hver ég vil vera. Ég hef hins vegar aldrei myndað mér draumaprins í huga mér og þess þá síður draumahús.

Veraldlegir hlutir segja að mínu mati minnst frá því hver þú ert og veita manni verulega takmarkaða hamingju. Það besta er að ég finn aldrei fyrir því að þetta viðhorf mitt sé að valda mér neinum ama, þvert á móti... nema þá kannski helst í umræðum umkringd fólki sem er ekki á sömu blaðsíðu og finnur fyrir virkilegri vanlíðan að geta ekki eignast eitthvað. Vanlíðan vegna peningaskorts kemur frekar fram í því að ég á ekki fyrir námskeiðunum sem ég vil taka eða eitthvað í þá áttina.

Þrátt fyrir allt þetta þvaður hér á undan er áskorun dagsins að segja fram draumahúsinu mínu. Ég væri til í að búa í helmingnum af gömlu húsunum í 101 til dæmis... eða litlu fallegu einbýlishúsi út á landi.
Mér finnst margir stílar fallegir og á erfitt með að finna mig í einhverjum einum. Stíllinn heima hjá mér í dag byggist á einhverju sem mér fannst fallegt og Sindra líka, en margt sem mér finnst fallegt finnst honum ljótt. Ég þakka fyrir það á hverjum degi því annars hefði ég aldrei tekið neina eina átt í kaupum á húsgögnum.

Hér kemur listi yfir eiginleika draumahússins míns:


  1. Gamall stíll frekar en nýr. Og alls ekki flatt þak.
  2. Mig langar að hafa bað. Það þarf samt helst líka að vera sturta.
  3. Baðherbergi inn af hjónaherbergi væri algjör snilld.
  4. RISA fataherbergi (sem stangast gjörsamlega á við það að vilja búa í gömlu húsi).
  5. Eldhúseyja væri líka rosa hentug.
  6. Hobbýherbergi til að þurfa ekki alltaf að dunda allt á borðstofuborðinu.
  7. Vínrekkinn er alltaf fullur - og ég þarf ekki að borga fyrir það.
  8. Eldavélin virkar og ofninn er góður.
  9. Það er pláss fyrir gesti annars staðar en á vindsæng. Vei!
  10. Málverkið hennar Elsu ömmu hangir á góðum stað.

Þetta er listi sem fór ekki framúr kröfum mínum þegar kemur að væntingastjórnun. Það má samt alveg gera málamiðlanir með flest þessara atriða, nema númer 8 og 10... og mögulega 3, ég sakna þess voðalega að hafa baðkar. 


Klára þetta á nokkrum fallegum myndum - sem eiga engan vegin saman en mér finnst allar frábærar.










2 ummæli:

  1. Þú eiginlega talar nákvæmlega útúr mínu hjarta varðandi veraldlega hluti, væntingastjórnun og vilja ekki verða fyrir vonbrigðum! Ég er náákvæmlega eins! Hef sennilega bara aldrei getað komið því í hugsanir, hvað þá orð, magnað ;) Líkar mjög vel við raunhæfar væntingar og langanir og fíla þessa sýn á draumahús!

    SvaraEyða