sunnudagur, 2. mars 2014

Janúar áskorun

Nú get ég loksins sagt, kannski ekki með stolti, að ég er búin með janúaráskorunina mína.
Ég tók 30 daga áskorun og framkvæmdi hana á 60 dögum.

Mér til varna vil ég meina að svona hvíldardagar í áskorunum séu ekki af hiu góða þar sem ég lenti í því að gleyma mér í 3 daga einu sinni þegar ég átti að taka hvíldardag.

Ég tók þá ákvörðun 1. febrúar um að klára áskorununa þrátt fyrir að vera fallin á tíma.



Niðurstaðan er því 2.045 Crunch kviðæfingar á 60 dögum.

Ég náði heldur ekki febrúar blogg áskoruninni minni á réttum tíma. En ég stefni á að klára hana á minna en 60 dögum. Mögulega verð ég farin að geta haldið mig á réttum tíma í svona áskorunum í lok árs :)

Í janúar setti ég líka niður vikumarkmið - sem gengu töluvert betur en þetta.

Vika 1- Skipuleggja 5 máltíðir fyrir næstu viku. 
Gekk vel, sjá blogg um þetta hér
Ég hef haldið í þetta og skipulegg alltaf komandi viku um helgar. Það hefur svo sannarlega létt mér lífið.

Vika 2- Semja eitt ljóð og skrifa eitt blogg
Stóðst.

Vika 3 - Æfa söng tvisvar sinnum yfir vikuna, 30 mín í senn.
Stóðst.

Vika 4 - Drekka amk. 1 líter af vatni á dag.
Stóðst. Ég er hræðileg með þetta og drekk alltof lítið yfir höfuð. 

Vika 5 - Senda tveimur vinkonum glaðning.
Stóðst.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli