föstudagur, 3. janúar 2014

Vika 1: Sparnaðar áskorun - fimm kvöldverðir

Í hverri viku árið 2014 mæti ég einni lítilli áskorun. Áskoranirnar skiptast milli 5 atriða: skrifa, tónlistar, kærleika, sparnaðar og heilsu. Hér kemur ein þeirra.

Það hefði legið beinast við að hafa fyrsti áskorun ársins tengda heilsu svona í janúarbyrjun þegar allir hlaupa sig upp úr skónum fyrstu vikuna í nýjum íþróttagöllum. Ég hins vegar ákvað að snúa þessu við enda hefur það aldrei gengið neitt sérlega vel fyrir mig að hendast af stað í heilsueflingu í byrjun janúar.

Fyrsta áskoruns ársins tengist sparnaði: Setja niður matseðil fyrir virka daga í næstu viku og setja inn á bland húsgögn og borðbúnað sem ekki er í notkun. 

Þetta gerir þrennt að verkum - maður borðar heima (sem yfirleitt er ódýrara ef maður nýtir hráefnið vel), maður spáir í hlutum eins og að samnýta hráefni og síðast en ekki síst skoðar maður hvað maður á í eldhússkápunum.

Það getur verið að þessi matseðill líti dýrt út - en mikið er til og þarf að nýta fyrr en seinna. Ég ákvað þó að skella ekki þremur hamborgarhryggjum sem til eru hér á seðilinn. Þeir fá að bíða betri tíma. Annað er að hann innihaldur svo sannarlega ekki bara salat, kjúklingabringu og brokkolí... en þá reynir maður bara að borða minni skammta í staðinn ;)








Þá hef ég lokið áskorun nr. 1 - tjékk!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli