sunnudagur, 23. mars 2014

Fimm uppáhalds bloggin

Ég verð að viðurkenna að ég gef mér alltof sjaldan tíma til að lesa blogg, eins og mér finnst það skemmtilegt. Oftar verður það niðurstaðan að hanga á pinterest og skoða alls konar - rata þaðan inn á hitt og þetta blogg - og leggja þau ekki á minnið.
Til dæmis skoða ég mjög oft erlend skemmtileg matarblogg en gleymi um leið hvað þau hétu. 

Alltof þegar ég rekst á áhugavert blogg sem er með facebook-síðu, þá smelli ég like-i á hana í þeirri von að fá upplýsingar í News feedið mitt sem leiða mig aftur þangað. Afleiðingar af því er fjöldinn allur af tilkynningum á News feedinu, sem ég smelli stundum á til frekari lesningar.

Það er því erfitt að velja 5 uppáhalds, en þessi fimm koma sterklega til greina:



Matur, bjór og viskí. 
Stundum uppskriftir frá mér - þegar ég er dugleg.


Matur með persónulegum sögum inn á milli.



Allskonar um allskonar. 
Fjórir bloggarar. 
Stíll, kökur, heimili, DIY, tíska... 


Hreyfing, hollusta, uppskriftir og pepp.
Hollt að lesa þegar maður heldur að maður  a) geti ekki eitthvað, b) eigi nógu góða afsökun, c) eigi einn við massífa leti að stríða.



10 ólíkir bloggarar.
Ég les helst: Karen Lind, Reykjavík fashion Journal, Svart á hvítu og Helga Ómars.


Sunnudagar eru frábærir í að sveima um á netinu með tebolla eeeeða Pepsi max.

Gleðilegan sunnudag!




2 ummæli:

  1. Fyndið.. þetta eru sömu og ég skoða mest:-)

    SvaraEyða
  2. Great minds read the same bloggs... var það ekki þannig annars? :)

    SvaraEyða