mánudagur, 14. janúar 2013

Gjafaöskjur



Ég rölti á Borgarbókasafnið í liðinni viku til að ná mér í hljóðbók. Sindri benti mér nefnilega á þann möguleika eftir að ég hafði tekið fýlukast hér heima og fundið allar mögulegar leiðir til að útskýra hvers vegna mér finndist flest í heiminum leiðinlegt. Hann tók því með mikilli ró og sagði mér að prófa að byrja alla morgna á göngutúr á meðan enn væri bjart. Sú hugmynd var að sjálfsögðu fyrst ómöguleg þar sem ég væri orðin þreytt á allri tónlist á ipodinum mínum og ég veit ekki hvað og hvað... þá benti hann mér á hljóðbækurnar. Já, stundum er gott að eiga góða og þolinmóða að.
Fyrir valinu varð Eat. Pray. Love. og þrátt fyrir að vera bara komin á kafla 16 af 119 þá elska ég þessa bók. Ég hef ekki séð myndina og ætla mér ekki að gera það fyrr en þessari hlustun er lokið, og ég hef sett mér þá reglu að hlusta bara á meðan ég er á hreyfingu... það lokkar mig til að hreyfa mig örlítið lengur í hvert skipti.
Á leiðinni út af safninu rakst ég á föndurbókahornið og kippti með mér heim tveimur bókum. Út frá hugmynd í annarri þeirra varð til hugmynd af því að útbúa gjafaöskjur úr kössum utan af hinum ýmsu hlutum. Allt sem þarf eru kassar, föndurmálning (ég notaði akryl) og stenslar (allavega fyrir þá sem eru ekki málningasnillingar).

Svo ég prófaði að taka þessa kassa...

  
Kassar utan af allkonar :)


Og málaða þá í mismunandi litum (eins margar umferðir og þarf, leyfði þeim að þorna á milli)...

Búið að mála


Kíkti síðan á internetið eftir myndum til að klippa í stensla og „stimplaði“ á kassana.
Krummi

Aðeins misheppnað blóm

Prinsessan og froskurinn

Sjaldséður hvítur hrafn...

...og annar á flugi :)



Ágætis nýting á kössum – og hinar ágætis gjafaumbúðir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli