mánudagur, 19. maí 2014

Diners, Drive-Ins and Dives og Ingólfstorg

Í ágúst 2013 fór ég til New York með fimm góðum vinkonum þar sem við dvöldum í sex daga. Ferðin var frábær og mun seint renna úr minni mínu, hver dagur hafðu upp á eitthvað glænýtt að bjóða. Þetta var fyrsta ferðin mín út fyrir Evrópu og vonandi alls ekki sú síðasta.

Í New York fór ég á Broadway og drakk mjög stórt hvítvínsglas þar, fékk mér kokteila á roof top bar, keypti mér beyglu og muffins í morgunmat, pizzu í Little Italy, sushi og algjörlega glataða steik.
Eftir að ég kom heim fór ég að hafa mjög oft kveikt á Food Network þegar ég var að dunda mér heima við, hvort sem ég var í tölvunni eða að elda. Við erum svo heppin hér á Íslandi að algengasti sjónvarpstíminn okkar er að megninu til á sama tíma og endursýndir Diners, Drive-Ins and Dives þættir. Nokkrir... margir í röð.
Í Diners, Drive-Ins and Dives er mjög mikið um subbulegan, sveitta og verulega subbulegan mat. Svona mat sem maður verður að fá að smakka en hefur á tilfinningunni að maður endi samt með kransæðastíflu korteri eftir síðasta bitann.
Einn af mjög vinsælum réttum á þessari annars ágætu stöð eru pylsa með chilihakki - og almenn barátta um hver bjóði upp á bestu slíku pylsunum.
Áður en ég fór til Bandaríkjanna hafði ég ekki hugmynd um að þetta væri vinsæll réttur þar og veit í sannleika sagt ekki hvernig það fór framhjá mér miðað við alla umræðuna um pylsur á Food Network.

Fyrir nokkrum vikum var ég síðan að ganga framhjá Ingólfstorgi og tók þá eftir breytingum í ísbúðinni við hliðina á Hlöllabátum. Á matseðlinum utan á húsinu sjá ég hvar var verið að bjóða upp á Bratwurst pylsu í stóru pylsubrauði með chilihakki, relish og ostasósu. Á því augnabliki vissi ég að ég yrði að prófa þetta einhvern daginn en í hverju hádegi missti ég kjarkinn, hafði ekki samvisku í þetta.

Það sem vantaði var einhvern partner in crime og ég vissi alveg að aðeins einn aðili kæmi til greina í þetta með mér, Sindri. Í síðustu viku nýtti ég því tækifærið þegar við vorum bæði stödd niðri í bæ og stakk upp á máltíð á Ingólfstorgi.

Við pöntuðum okkur bæði áðurnefndan rétt en þar er einnig hægt að fá Franska pylsu, hina klassísku íslensku SS pylsu og Beikon pylsu með rauðkáli, steiktum lauk og fleira gúmmelaði.
Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og fyrst ég á ekki leið til Bandaríkjanna aftur alveg í bráð var ekki verra að finna amerískan subbumat í anda Diners, Drive-Ins and Dives í 1 kílómetra fjarlægð frá heimilinu.

Tékkið á þessu! ....en kannski bara á nammidegi.... eða borðið ekkert meira þann daginn... eða eitthvað, þið finnið útúr þessu!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli