fimmtudagur, 5. nóvember 2015

30 fyrir 30

Síðustu áramót setti ég saman lista með 100 atriðum sem ég stefndi á að klára árið 2015. Þrátt fyrir að nú sé það alveg ljóst að ég nái ekki að klára öll þessi atriði finnst mér þetta samt sem áður hafa gengið vonum framar. Í dag er ég búin með 42 atriði af þessum 100 og að vinna stöðugt í 10 þeirra. Þá hefur það runnið upp fyrir mér að nokkur atriði - 10 eða svo - verða ekki að veruleika en þau eru öll tengd peningum eða líkamlegum áskorunum. Ég gerði mér ekki alveg grein fyrir því við gerð listans hvaða áhrif meðganga, fæðing og greiðslur fæðingarorlofssjóðs hefðu á þessi atriði.

Atriði nr. 1 á listanum var að gera annan lista. Auðvitað, en ekki hvað. Sá listi er með annað deadline, 15. september 2016. Þann dag verð ég nefnilega þrítug. 
Ég hef velt þessu lengi fyrir mér - mig langar að hafa hann raunhæfan miðað við aðstæður en líka krefjandi. Hér kemur loka niðurstaðan.



  1. Fara á óperu og/eða ballett
  2. Fara í reiðtúr
  3. Fara á skíði/bretti
  4. Fá mér nýtt tattoo
  5. Fara á dansnámskeið
  6. Prófa sjósund
  7. Læra nýtt tungumál
  8. Senda lag í spilun út í kosmósinn
  9. Fara ein í bíó/leikhús
  10. Klára krossgátu
  11. Læra á nýtt hljóðfæri
  12. Sauma flík
  13. Setja upp sparnað
  14. Halda dagbók (amk. 100 daga)
  15. Segja oftar "já"
  16. Skrifa flöskuskeyti
  17. Koma mér í besta líkamlega form fullorðinsáranna (minna challenge en það hljómar)
  18. Segja hrósin upphátt - og skila þeim þangað sem þau eiga heima
  19. Taka mynd með Celeb-i (verulega út fyrir mitt comfort zone)
  20. Blogga amk. 50 færslur
  21. Ferðast á amk. einn nýjan stað
  22. Gerast sjálfboðaliði fyrir gott málefni
  23. Halda fyrirlestur... telst ekki með að halda hann fyrir Hafstein. 
  24. Læra rapplag frá byrjun til enda (ég er svoooooo léleg í þessu að það er grátlegt)
  25. Lesa amk. 10 bækur
  26. Smakka eitthvað alveg nýtt
  27. Gista á hóteli sem ég hef ekki gist á áður
  28. Læra nýtt töfrabragð
  29. Skrifa bréf til 40 ára mín
  30. Halda eitt gott 30 ára ÞEMApartý

Ég er mjög skotin í þessum lista. Hellingur af skemmtun og nokkrar góðar áskoranir.
Tíu og hálfur mánuður til stefnu - já, og 2 mánuðir til stefnu fyrir þessi 58 atriði sem eftir eru á 100 atriða listanum mínum. Ég er spennt að sjá hversu langt ég kemst með hann fyrir áramótin og hvað þarf að færa yfir á næsta ár.
Ég iða í skinninu af spenning. Þvílíkt stuð. 

1. Klára listann 30 fyrir 30

Engin ummæli:

Skrifa ummæli