fimmtudagur, 3. október 2013

Meistari mánaðarins

Þá er október runninn upp og í annað sinn hef ég sett af stað markmið fyrir meistaramánuðinn.
Eitthvað kannast ég þó við markmið þessa mánaðar í ár, lítur út fyrir að ég sé ávallt með þau sömu. Ég stóla á það að ég verði orðin svo leið á þeim að ég drífi mig í að klára þau í eitt skipti fyrir öll núna. Þá get ég líka farið í skemmtilegri markmið eins og að dansa meira eða baka meira á næsta ári. 

Í ár setti ég niður eftirfarandi atriði:

Matarræði:

  • Minna af stkri
  • Meira prótein
  • Morgunmat á hverjum degi
Hreyfing:
  • Hreyfa mig 24 klst í október.
Sparnaður:
  • Taka með nesti í vinnuna minnst þrisvar í viku
  • Leggja ekki í stöðumælastæði, frekar labba lengra
  • Taka út ráðstöfunartekjurnar og skipta niður á vikur mánaðarins. Auka þannig neysluvitund.
Lestur:
  • Er að lesa ævisögu Magga Eiríks, Reyndu aftur, og ætla að klára hana í mánuðinum.
Tónlist:
  • Semja 1 lag
  • Finna 1 nýtt lag fyrir hvern söngtíma
Skrif:
  • 5 ljóð
  • 5 blogg
Október!
Hingað til hefur þetta gengið ágætlega fyrir utan hreyfingarþáttinn þar sem ég ætlaði að hreyfa mig í dag en ligg þess í stað heima í pest. Ég finn hins vegar á mér að ég verð mjög fljót að hrista það af mér og mun ná þessum markmiðum þrátt fyrir þessa litlu hindrun.

Fall er fararheill, þetta er klárlega minn meistaramánuður!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli