miðvikudagur, 25. apríl 2012

Svo utan við mig, einmana og austfirskur...

Við skötuhjúin skelltum okkur austur á land síðastliðinn fimmtudag með það eitt að markmiði að gera sem minnst. Það gekk svona ansi vel, fyrir utan kannski hvað við stóðum okkur vel í átinu enda alls staðar tekið svo ansi vel á móti okkur. Ætla að leyfa að fljóta með hér nokkrar myndir sem ég tók í ferðinni.
Flugbúnaður Sindra

Flugbúnaður Sillu

Þessi elska eldaði handa okkur á fimmtudagskvöldinu, ofnsteiktan kjúkling og rótargrænmeti.

Hammond-hátíð á Djúpavogi, afmælistónleikar Björgvins Gíslasonar. Fáránlega gaman,

Kaffi á Fljótsbakka. Mishressir félagar :)

Skírnir Garpur vinur minn

Hinu megin við borðið mátti finna þessar...

Sólveig Björg pæja með veskið mitt í láni


Það gladdi mig lítið að stíga upp í vélina aftur á sunnudeginum. Ótrúlega mikil gersemi sem maður á orðið út um allan heim. Næsta stoppistöð til að hitta fleira uppáhalds fólk verður líklega Danmörk í júní.

2 ummæli:

  1. Ég vona að titillinn vísi ekki líðan þína núna, þ.e. að þú sért einmana :( GÁR

    SvaraEyða
  2. Nei, sem betur fer :)
    Þetta er tilvitnun í texta lagsins Kaffi Tröð eftir Bjartmar Guðlaugsson... :)

    SvaraEyða