fimmtudagur, 14. júlí 2011

Sönn austfirsk sakamál

Það gerist margt á austurlandi, þó margir vilji eflaust ekki trúa því. Pabbi minn var á dögunum gripinn fyrir ólöglegan akstur fram og til baka í Háafellinu af 4 ungum og skörpum drengjum sem voru í pössun hjá Grétu frænku sinni í næsta húsi. Þeir vönduðu mjög til verka og þegar "bófinn" hann pabbi stakk þá af með því að ganga hinu megin við húsið þegar þeir biðu spenntir eftir honum með byssurnar tilbúnar varð þeim að nægja að skrifa skýrslu um atburðinn. Gréta bauð mér síðan yfir í ís um kvöldið, sérstaklega til að afhenta mér skýrsluna sem ég kom að sjálfsögðu áleiðis til pabba.

Pabba gamla brá nú örlítið þegar ég sagðist hafa meðferðis til hans sekt vegna ólöglegs aksturs sem hann virtist ekki kannast við. Þegar ég hafði lesið upp fyrir hann skýrsluna varð hann hins vegar svo ánægður með þann aldur sem settur var á hann í skýrslunni svo hann ákvað að greiða sektina, 100 kr. á haus. Með 400 kr. fórum við Fanney aftur yfir í Háafellið og afhentum drengjunum sektina með þeim skilaboðum að pabbi yrði þó að fá kvittun vegna greiðslunnar. Þeir kláruðu það að sjálfsögðu með sóma drengirnir og sendu okkur sendiboðana til baka með eftirfarandi kvittun.

Drengirnir voru þó nokkuð undrandi á því að bófinn vildi borga þeim sektina og litu á mig spyrjandi augum:
"Af hverju vill pabbi þinn eiginlega borga sektina? Við vorum bara að grínast!"

Boðskapur sögunnar er að á austurlandi getur grín og leikur breyst í alvöru á augabragði :)

6 ummæli:

  1. hahahahaha kveðja Gréta

    SvaraEyða
  2. Ekki gleyma að vista myndirnar í tölvuna þína :)

    SvaraEyða
  3. Skemmtileg saga :) kveðja - Rannveig Árna

    SvaraEyða
  4. Frábærir allir sem einn .... líka þessi sirka 40

    SvaraEyða
  5. Bíddu, á ég bara að lesa þetta aftur og aftur og aftur og aftur... eða fæ ég eitthvað nýtt að lesa???

    SvaraEyða
  6. Lesefni er lofað á næstu dögum....

    SvaraEyða